Salt karamellu sósa
- 100 gr púðursykur
- 100gr smjör
- 1tsk vanilla
- 1dl rjómi
Aðferð
Allt soðið saman við vægan hita klípa af salti sett í lokin, langbest að fikra sig áfram með suðuna verður dekkri ef hún sýður lengur og sterkara bragð af henni. Leyfa henni að kólna aðeins niður áður en hún er notuð.
Bananabrauð
- 2egg
- 1/2 bolli púðursykur
- 2 bollar hveiti
- 1/2 bolli mjólk
- 2-3 bananar
- 2 tsk matarsódi
Aðferð
Egg og púðursykur þeytt vel saman, síðan þurrefni og mjólk rólega við, að lokum eru bananar skornir í bita og bætt rólega við . Bakist við 180 í einn klukkutíma, Getið líka notað gamla góða prjónaráðið ef óviss.
Dásamleg banana og súkkulaði terta
- 4egg
- 200 gr sykur
- 1 dl hveiti
- 2msk kakó
- 1msk kartöflumjöl
- 1tsk lyftiduft
Krem á milli.
- 100 gr smjör
- 70 gr flórsykur
- 4stappaðir bananar
Krem ofan á
- 100gr smjör
- 100gr flórsykur
- 120 gr súkkulaði
- 1 egg
- 1 tsk vanillusykur
Aðferð
egg og sykur þeytt vel saman þar til blandan er létt og ljós, þurrefnum hrært við rólega með sleif. bakist í tveim 25cm formum á 160 í um 25-30min á blæstri
fyrir kremið á milli er einfaldlega öllu hrært saman og lagt til hliðar, sama á við kremið ofan á kökuna þar er öllu hrært saman nema súkkulaðinu það er brætt yfir heitu vatnsbaði og kælt örlítið áður en því er blandað við.
gaman að skreyta þessa líka með rjóma þegar hún er kæld og tilbúin.
Karamellukex
- 220 gr smjör
- 200 gr púðursykur
- 250 gr sykur
- 2 tsk vanillusykur
- 2 egg
- 60 gr kakó
- 280 gr hveiti
- 1 tsk matarsódi
- 3 pakkar af rolo
Aðferð
þeytið smjör og sykur vel saman síðan egg eitt í senn leyfið hverju eggi að blandast aðeins við áður en kemur að næsta. Og að lokum bæti þið þurrefnum við, mótið kúlur og setjið einn rolo moli í hverja kúlu hafið deigið vel utan um kúlu án þess að hún verði of stór.
sirka 9 kúlur á plötu bakist á 180gr í um 8-12 min og kælið svo vel
Oreo ostakaka
- 24 stk oreo
- 75 gr brætt smjör
- 400 gr rjómaostur við stofuhita
- 2 msk flórsykur
- 2 tsk vanilludropar
- 250 ml rjómi
- 1 pakki karamellu búðingur
- 2-3 msk karamellu sósa tilbúin eða heimagerð (uppskrift að góðri og einfaldri karamellu hér á síðunni undir uppskriftir)
- 1-2 bananar (ma sleppa)
myljið kexið og bætið bráðnuðu smjöri við þjappið í botn á bökuformi. Skerið banana í sneiðar og leggið á botninn. Þeytið rjómaostinn sykurinn og vanillu vel saman, þeytið rjómann og blandið varlega við. Þeytið saman karamellu búðinginn og 250 ml mjólk og blandi því varlega við rjómablönduna. hellið þessu yfir kexbotninn og setjið smá karamellu sósu yfir og dragið aðeins til. Myndast smá marmara munstur. Kælið í að minnsta kosti 2klst. Kemur vel út að skreyta hana aðeins með rjóma og karamellu sósu áður en hún er borin fram.
Kanilbrauð
- 2 tsk vanillu dropar
- 1 bolli mjólk
- 1 egg
- 1/2 bolli sykur
- 1/2 tsk salt
- 1 msk lyftiduft
- 2 bollar hveiti
- 1/3 bolli grísk jógúrt
- Kanilblanda
- 1/3 bolli sykur
- 2 tsk kanill
- 2 msk vatn
- Glassúr ofan á
- 1/2 bolli flórsykur
- 1-2 msk mjólk
Hrærið þurrefnum saman í eina skál og eggi, jógúrt, vanilludropum og mjólk í aðra skál. Hellið blautu blöndunni varlega við þurrefnin og hrærið á meðan. Setjið blönduna í brauðform/jólakökuform,
blandið kanilblönduna og hellið ofan á deigið notið prjón eða tannstöngul til að draga kanilblönduna í gegnum deigið dreifir úr henni og gerir skemmtilegt mynstur.
bakist á 180-200g í um 40-50 mínutur eða þar til prjónn kemur hreinn úr miðjunni leyfið brauðinu að kólna aðeins áður en þið hellið glassúrnum yfir.
pinterest flakki um daginn og verð að deila henni með ykkur. Hún er frekar saðsöm og mikil en alveg dásamlega góð.
Piparmyntu súkkulaði kaka
- 2 bollar sykur
- 1 3/4 bolli hveiti
- 1 bolli kakó
- 1 1/2 tsk matarsódi
- 1 1/2 tsk lyftiduft
- 1 tsk salt
- 2 egg
- 1 bolli mjólk
- 1/2 olía ég nota olive olíu
- 2 tsk vanillu extract eða dropar
- 3/4 bolli sjóðandi heitt vatn.
Piparmyntu krem
- 500 gr flórsykur
- 1 bolli smjör
- 1/3 bolli rjómi
- 2 til 2 og hálf tsk piparmyntu dropar eða extract
- 1 tsk vanillu dropar
- smá grænn matarlitur
- einn poki af súkkulaði spænir eða 80gr vel saxað súkkulaði
Byrjið á að blanda þurrefnum saman og svo eggjum einu í senn. Hrærið vel á milli, síðan mjólk olíu og dropum og að lokum bætið vatninu við í mjórri bunu rólega.
Hrærið smjör, rjóma, dropa og matarlit saman. Bætið flórsykri við ef ykkur finnst kremið of þykkt má bæta við msk af rjóma. Setjið um hálfan poka af súkkulaði spænir útí. Getið notað restina til að skreyta þegar kremið er komið á.
bakið kökuna á blæstri við 180 gr í tvem 20-22 cm formum í um 30-40 min, leyfið henni að kólna vel niður áður en þið setjið kremið á. Fyrst aðeins á milli botna og svo þekið hana í kreminu gott að taka svo kallað crumb coat fyrst og svo kæla aðeins áður en þið klárið að setja kremið á hana.
Berjagott (upprunalegu uppskriftina er að finna á hembakat.)
- 2 egg
- 3 dl sykur
- 3 dl hveiti
- 100 gr smjör brætt
Þeytið sykur og egg þar til blandan er létt og ljós bætið síðan hveiti og smjöri rólega við setjið deigið í 23cm form sem er vel smurt og setjið um 1-2 dl af blönduðum skógarberjum ofan á og bakið kökuna á um 180-190 í um 40-50 min. Getið prófað að stinga prjón í miðja kökuna en ég vil hafa kökuna smá blauta fyrir miðju. Og hægt er að skipta út skógaberja mixinu fyrir hvaða ber sem er bara ein hugmynd af svo mörgum.
Vanillusósa
- 2 bollar rjómi
- 1/3 bolli sykur
- 1-2 tsk af vanillu extract 3 ef þið eruð með dropa
- 1/2 bolli smjör
setjið öll innihaldsefnin í pott og látið malla í um 10-15 mín þykknar aðeins upp með tímanum og meira ef hún er látin standa og kólna.
Berið kökuna fram með vanillusósu og berjum verði ykkur að góðu
Hvítlauks pasta
- 3-4 hreiður taglitalle pasta
- 2-3 kjúklingabringur
- 1 hvítlauksostur skorin smátt
- 1 msk rjómaostur
- 1 dl rjómi
- 2 lúkur spínat
- rifinn ostur mozarella eða bara venjulegur.
skerið kjúklingin í litla bita og steikið á pönnu kryddið með smá salt og pipar, sjóðið pastað þar til það er tilbúið og sigtið vatnið frá. Setjið rjóma, hvítlauksostinn, spínatið og rjómaostinn í pott og bræðið allt saman í sósu. Getið þynnt hana með meiri rjóma ef þið viljið, leggið kjúklinginn og pastað í eldfast mót og síðan sósunni hrærið þessu aðeins saman og stráið rifnum ost yfir. Bakið við 180-200 þar til osturinn er bráðin og brúnaður.
No fuss súkkulaðikaka
- 1 1/2 bolli hveiti
- 1 bolli sykur
- 1/4 bolli bökunarkakó
- 1 tsk matarsódi
- 1/2 tsk salt
- 1 bolli kalt vatn
- 1/3 bolli olía
- 1 tsk edik
- 1 tsk vanillu dropar eða extract bætið hálfri tsk við ef þið notið dropa
Ég notaðist við 20*20 form það er mjög fínt í þessa köku, byrjið á að setja öll þurrefni í mótið og blandið þeim saman bætið síðan restinni af hráefnunum við og hrærið saman í samfellt deig, skellið svo mótinu bara inní 180 gráðu heitan ofn í um 30-40 minutur getið notað prjón til að stinga í miðjuna til að athuga hvort hún sé ekki alveg til. Leyfið henni að kólna og setjið það sem ykkur lystir ofan á, hún er góð með ís eða bara flórsykri. Ég prófaði um daginn að bræða saman einu stk appelsínu súkkulaði um 100gr og 1dl rjómi og hellti yfir það kom líka rosalega vel út.