Þessi minnir svo sannarlega á vorið sem er vonandi bara alveg að fara að bresta á. Njótið og endilega látið mig vita ef þið skellið í þessa. Alltaf gaman að heyra hvað fólki finnst
Bláberjakaka
- 1 bolli sykur
- 2 bollar hveiti
- 1 msk lyftiduft
- 1/2 tsk salt
- 1 egg
- 1 bolli mjólk
- 1/3 bolli olive olía
- 1 bolli bláber frosin eða fersk
Hrærið saman þurrefnum bætið síðan rólega við egg, mjólk og olíu. Hrærið saman þar til vel blandað. Bætið þá bláberjum við varlega með sleif þar til þau er rétt blönduð saman við deigið. Hellið deiginu í vel smurt formköku form sama og þið notið fyrir td bananabrauð eða jólaköku. Bakist í um 40-50 min á 170gr undir og yfirhita. Munið að nota prjón til að athuga hvort það sé bakað í gegn ef hann kemur hreinn úr miðju er það tilbúið allir ofnar eru misjafnir og því gott að athuga þetta.
Glassúr
- 1 og 1/2 bolli flórsykur
- 5 msk mjólk
- 2 tsk sítrónu dropar
ég vill hafa hann soldið þunnan en bragðgóðan þannig ef vill má bæta við flórsykri til að þykkja hann
