Hafrabitar

Það er því miður engin hollusta tengd þessum en það er þó hægt að bæta úr því ef fólk vill skipta um sykurtegund eða hnetusmjör td. En mikið hrikalega er þetta gott, mér finnst alltaf gott að eiga eithvað inn í ísskáp til að grípa í sem snarl og þessir koma sterkir inn.

 

Hafrabitar 

  • 200 gr smjör
  •  1 bolli púðursykur
  •  1 tsk vanillu dropar
  •  3 bollar haframjöl
  •  1 bolli hnetur smjör og 1 bolli nói siríus súkkulaði dropar brætt saman sirka 1 min í örbylgjuofni.  Ef þið eigið ekki súkkulaði dropa en suðusúkkulaði plötur þá eru það 160 gr af súkkulaði.

Bræðið púðursykur og smjör saman slökkvið á hitanum, setjið vanilludropa og haframjöl saman við og hrærið vel saman. þrýstið sirka helming af höfrunum í botninn á móti sem er um 20*20. Setjið því næst varlega um helming af súkkulaði hnetursmjörs blönduni ofan á og dreifið varlega þunnt lag yfir, svo restina af höfrunum ofan á súkkulaði blönduna og svo restina af súkkulaðinu þannig þið eruð með lagskiptingu. Kælið í um 2-3 tíma áður en þið skerið þá í bita.91079642_10163390821520533_1465797038758166528_o

Leave a comment