Kanilsæla

þessi er nú meiri dásemdin, ég er algerlega sokkin í baksturinn aftur enda lítið annað að gera núna en slaka og reyna að njóta eins og hægt er.

vonandi fá sem flestir tækifæri til að skella í þessa því hún er hreint út sagt æðisleg

 

Kanilsæla

  • 3 bollar hveiti
  • ¼ tsk salt
  • 1 bolli sykur
  • 4 tsk lyftiduft
  • 1 og ½ bolli mjólk
  • 2 egg
  • 2 tsk vanilludropar
  • 4 msk brætt smjör

Hrærið þurrefnum vel saman bætið síðan eggjum einu í senn við og hrærið vel á milli síðan mjólkinni. Að lokum setjið eina skeið í einu af brædda smjörinu og hrærið rólega þar til allt er vel blandað.

Setjið deigið í vel smurt mót ég notaði 23*33 cm mót svipað og skúffukökumót aðeins minna samt. Stórt eldfast mót dugar líka ef það er svipað að stærð.

Hrærið síðan vel saman 1 bolla af púðursykri, 220gr smjör og 1 matskeið af kanil. Notið matskeið til að setja blönduna ofan á deigið vel þétt saman og dreifið síðan úr með prjón eða gaffli náið þá smá dreifingu í deigið og marmaramunstri.

Bakist á 170 undir og yfir hita í um 40 min eða þar til prjónn kemur hreinn úr miðju. Gott að muna að allir ofnar eru mismunandi.

Krem

  • 3 1/2 bollar flórsykur
  • 4-5 msk mjólk
  • 1 tsk vanillu dropar
  • ¼ bolli rjómaostur

Allt vel hrært saman og hellt yfir kökuna þegar hún er volg.

Ef fólk er ekki hrifið af rjómaost er hægt að halda sér við þessa uppskrift

2 bollar flórsykur, 4msk mjólk og 1 tsk vanilludropar og hrært bara þar til vel blandað.

Ef til vill vilja sumir þykkari krem og þá er um að gera að prófa að bæta flórsykri við þar til fólk er sátt en það gæti þurft meira af öðru svo flórsykurinn yfirkeyri ekki bragðið.

Leave a comment