Rabbabara sítrónu kaka

  • 1bolli smjör
  • 1 3/4 bolli sykur
  • 1/2bolli eða rétt um  rifin sítrónu börkur
  • 2 1/2 bolli hveiti
  • 3 egg
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1tsk lyftiduft
  • 3 bollar rabbabari smátt skorin
  • 3/4 bolli buttermilk (búin til úr 1msk edik og 1dl mjólk látið þessa blöndu standa í um 15min þar til hún kekkjast og notið svo)

byrjið á að þeyta vel saman smjör og sykur þar til blandan er ljós og létt, bætið þá við sítrónuberkinum og einu eggi í senn þeytið vel á milli. Blandið þar næst hveitinu við og lyftidufti ásamt vanilludropum og buttermilk blöndunni.

Skerið rabbabaran smátt og veltið uppúr um 2msk af hveiti, bætið honum svo við deigið með sleif. Setjið deigið í miðlungs form með gati í miðju kallast bundt cake form. Bakið á kökuna á 180-190 gráður í um klukkutíma fer eftir ofnum og svoleiðis.En kakan er tilbúin þegar prjónn stungin í miðju kökunnar kemur hreinn úr. Mæli með að leyfa henni að kólna frekar vel í forminu áður en henni er hvolft á disk.

Sítrónuglassúr

  • 2 bollar flórsykur
  • safi úr einni sítrónu
  • 1msk mjólk

blandið þessu vel saman og bætið við flórsykri ef það er of þunnt. Mæli með að smakka til sumir vilja meira sítrónubragð. Hellið kreminu yfir kökuna þegar hún hefur kólnað alveg.

Leave a comment