jólin nálgast

Eru fleiri en ég komnir í jólagírinn. Ég elska að skipuleggja jólabaksturinn í Nóvember er alltaf þessi sem bakar alltof mikið enda rosalega mikið af girnilegum uppskriftum til. En þessi er alveg frábær ekki of sæt og trönuberin skila alveg sínu. 

Berjakossar

·         220 gr smjör

·         140gr sykur

·         1 eggjarauða

·         2 tsk vanilludropar

·         280 gr hveiti

·         80 gr kókos mjöl

·         100 gr hvítir súkkulaði dropar

·         100 gr trönuber

·         smá klípa salt

Þeytið smjör og sykur saman þar til blandan er létt og ljós, pískið eggjarauðuna aðeins og bætið henni svo útí smjörblönduna. Bætið því næst við vanillu dropum salti og hveiti, bætið síðan útí kókos trönuberjum og súkkulaði, það er gott að hnoða þetta saman við en má líka hræra þetta.

Notið tsk til að móta litlar kúlur og raðið á plötu gott að hafa smá bil, bakist svo á 180 í um 15 min eða þar til gullbrúnar. Hver ofn er misjafn þannig það er gott að fylgjast með litnum.

 

 

One thought on “jólin nálgast

Leave a comment