
Held ég hafi engin önnur orð yfir þessa dásemd. Fann þessa uppskrift á síðu Jamie oliver, fínpússaði hana aðeins til að hafa hana alveg að mínu höfði. .Þessi er sko allt sameinað í eitt kakan svona eins og fudge brownie böðuð í salt karamellu og súkkulaði ganache, njótið.
Súkkilaði karamellu kaka
Byrjið á að blanda 1 bolla mjólk og 1 msk edik, setjið til hliðar þetta verður að svo kallaðri buttermilk blöndu.
- Salt karamella
- 100 gr púðursykur
- 1 dl rjómi
- 1 tsk vanilla
- 100 gr smjör
Allt sett saman í pott og brætt saman við vægan hita þegar aðeins er byrjað að sjóða takið af hita og kælið alveg niður hún þykkist eftir því sem hún kólnar. Eg set alltaf 1/2 til 1 tsk af grófu salti í hana eftir að ég tek hana af hitanum.
- Súkkulaði botnar
- 250gr suðusúkkulaði
- 250 gr smjör
- 100ml sterkt kaffi
- 250 gr hveiti
- 220 gr sykur
- 250 gr púðursykur
- 100 ml af buttermilk blönduni
- 4 egg
Brytjið súkkulaðið og setjið í pott ásamt smjörinu síðan kaffinu og, þegar þetta er vel brætt saman bætið við eggjum og buttermilk blöndu. Hrærið þurrefni saman og bætið síðan súkkulaði blönduni varlega við. bakist í tvemur 23-24 cm formum á 150 gráður í um klukkutíma stingið prjón í miðju til að athuga hvort sé bakað í gegn. Þar sem ofnar eru misjafnir.
Á meðan kakan kólnar er gott að útbúa súkkulaði ganache það eru um 80 ml rjómi á móti 80gr af suðusúkkulaði eða öðru góðu súkkulaði, hitið rjómann alveg að suðu og hellið síðan yfir súkkulaðið. Leyfið því að standa smá stund og hrærið svo með trésleif þar til alveg samfellt.
Þegar kakan hefur alveg kólnað setjið smá af súkkulaði ganache og karamellu á milli, þeytið svo restina af ganache í smástund þannig hann þykkist og smyrjið ofan á kökuna setjið svo meira af karamellu. mjög flott að láta leka aðeins með hliðunum