Pottabrauð

Ég var ótrúlega heppin að fá svona steypujárnspott heitir hann annars ekki það. Og hef notað hann óspart í kjúklinga rétti og allskonar góðgæti, en þetta brauð tekur ekki of langan tíma og er svo ótrúlega gott með öllu. Njótið

Pottabrauð

  • 4 til 4 1/2 bolli hveiti
  • 2 msk þurrger
  • 2 msk sykur
  • 2 bollar volgt vatn
  • 1 tsk salt

Byrjið á að blanda volgu vatn geri og sykri saman hrærið létt í því og látið svo standa í um 10min þar til það fer að freyða
blandið í annari skál 4bollum af hveiti og salti bæti því síðan rólega við ger blönduna og hnoðið saman þar til deigið kemur saman í kúlu.

Bætið við hálfum bolla til einum bolla af hveiti ef það er of klístrað hnoðið svo áfram og setjið svo deigið í skál smurða með smá olíu og setjið raka volga tusku yfir látið hefast í um 20-30 min.
Setjið pottin í 200 gráðu heitan ofn á meðan brauðið hefast. þegar brauðið hefur hefast takið pottin úr ofninum og stráið smá hveiti í botninn á honum setjið deigið varlega í pottin og smá hveiti yfir skerið 3 rendur í það og ég set stundum smá hvítlauks krydd yfir líka en það þarf ekki. Lokið pottinum og bakið það í 30 min fjarlægið þá lokið og bakið áfram í um 10min þá nær það smá gyllingu. 

Leave a comment