Marengs hreiður og Kanilsnúðar

Hljómar eins og fullkomin sunnudagur ekki satt. Ég prófaði að gera marengshreiður og þau slógu í gegn, 

Marengshreiður.

  • 4 Eggjahvítur
  • 400 gr sykur

Þeytið eggin þar til þau fara að freyða smávegis og bætið sykrinum hægt við og þeytið þar til alveg stíft. Notið svo sprautupoka með stórum stjörnustút og sprautið botn ekki of stóran á plötu með bökunarpappír, sprautið svo hring um botninn tvisvar þá myndast veggur utan um botninn. Bakið við 100-120 í um 60min og slökkvið á ofninum og leyfið þeim að kólna í ofninum. Eg baka oftast marengs að kvöldi og hef hann yfir nótt í ofninum. Ég fyllti svo hreiðrin með jarðaberjum rjóma og karamellu sósu sem er rosalega einföld uppskriftina er að finna hér https://eldhusingu.net/uppskriftir/  

Kanilsnúðar

ég nota uppskrift frá ikea.is með smá breytingum finnst hún langþægilegust til að vinna með margar góðar uppskriftir þaðan. Og púðursykurs fyllingin er algerlega ómissandi

  • 1 bolli mjólk
  • 2,5 egg
  • 76 gr smjör
  • 5 bollar hveiti
  • 0,5 tsk salt
  • 132 gr sykur
  • 2,5 tsk þurrger

Aðferð:
Þurrgeri og 35° heitri mjólk blandað vel saman og látið standa í 5 mínútur.

Þurrefnum, smjöri og eggjum bætt við og hnoðað í hrærivél í 5 – 8 mín.
deigið á að vera frekar blautt, en þó losna frá hlið hræriskálar
Smyrjið skál að innan með matarolíu, setjið deigið í og látið hefast á volgum stað
undir rökum klút þar til það hefur nánast tvöfaldast að stærð (40-50 mínútur).

Kanilfylling:
3 bollar púðursykur

2,5 msk kanill
2 bollar smjör

Aðferð:
Hrærið vel saman púðursykri, kanil og bræddu smjöri og kælið niður þar til blandan fer aðeins að stífna.
Stráið hveiti á stórt borð og fletjið deigið út deigið á að vera frekar þunnt.
Smyrjið fyllingunni jafnt yfir deigið ekki þarf að nota alla fyllinguna 
Rúllið síðan deiginu þétt upp í pulsu og látið sárið snúa niður. Skerið  niður í 20 – 25 snúða með beittum hníf. Raðið snúðunum í vel smurða ofnskúffu
Bakist við 180 til 200° hita þar til snúðarnir eru fallega brúnir.

 

Leave a comment