Ég ætla ekki einu sinni að reyna að þýða þetta orð svo skemmtilegt er það. En það er hægt að leika sér endalaust með þennan hvað þá eftir komu costco og allra ávaxtanna mmm. Dætur mínar eru sérstaklega hrifnar af epla bláberja fyllinguni sem ég hef ansi oft.
Cobbler
- 1/2 bolli sykur
- 1 egg
- 1/2 bolli smjör
- 1/2 tsk vanillu extract eða 1 tsk vanillu dropar
- 2/3 bolli hveiti
- 1/4 tsk lyftiduft
- Örlítið salt rétt milli fingra
Hnoðið þetta saman og leggið til hliðar. Fyrir fyllinguna sem ég geri oftast nota ég um 2-3 stór epli græn eða rauð smekksatriði bara og um 2-3 bolla af bláberjum. Fjarlægið hýðið og kjarnann úr eplunum og skerið í hæfilega bita og setjið ásamt bláberjum í sigti. Stráið smá sykri og örlítið af appelsínu safa yfir og hristið vel, leggið þetta svo í botn á miðlungs stóru ofnföstu móti. Stráið þá smá kanil yfir og myljið síðan deigið yfir. Þegar deigið er komið yfir mest alla fyllinguna setjið þá í ofn á 180-190 þar til fyllingin fer að búbbla upp og kakan er gyllt.
Berið fram með ís og ef til vill kókósmjölk mörgum finnst það extra gott.