Loksins

Hef enga afsökun fyrir leti minni en ég ætla að deila með ykkur nokkrum uppáhalds þessa dagana, með hækkandi sól leita ég alltaf í ferskari hluti og ætla að deila með ykkur eftirfarandi uppskriftum allt mjög létt og ljúffengt og fjölbreytilegt sniðugt í eftirrétt í grillveisluna. Eða helgar brunchið, byrjum á ofboðslega léttum og ljúfum muffins með bláberjum og sítrónu glassúr.

Bláberja sítrónu muffins.

  • 2 bollar hveiti
  • 1/2 bolli sykur
  • 1/2 tsk salt ég nota gróft
  • 3 tsk lyftiduft
  • 1/4 bolli kokos olía
  • 1 bolli mjólk
  • 1 egg
  • 1 msk sítrónu börkur
  • 2 1/2 tsk sítrónu safi ég nota ferskan en má alveg nota þennan í flöskuni
  • um 180 gr bláber má vera minna eða meira eftir smekk. muna bara að skola og taka stikla af.

Byrjið á að hræra kókósolíuna sykurin og egg saman bætið síðan þurrefnum við og að lokum mjólk sítrónu börk og safa. Hrærið svo bláberin við varlega með sleif. Hellið í muffins form upp að sirka miðju bakist á um 180 í um 20-25 min. Munið bara að hver ofn er misjafn og því gott að stinga prjón í miðju á einni og ef hann kemur hreinn úr eru þær tilbúnar.

Glassúrin ofan á samanstendur af sítrónu safa og flórsykri blandið þar til það er hæfilega þykkt og setjið smá ofan á kökurnar eftir að þær hafa kólnað.

 

Sítrónu Tart.

þessi er orðin svolítið uppáhald þessa dagana það er eithvað svo dásamlega við mátulega sætan botninn og svo sítrónu fyllinguna á móti vonandi njóti þið jafn vel og ég.

Botn

  • 130 gr hveiti
  • 110 gr smjör
  • 4 msk flórsykur

Hnoðið þetta vel saman þar til þetta er samfellt ég nota 18 cm bökudisk í þessa uppskrift en það er lítið mál að tvöfalda ef maður vill fá stærri köku. Takið síðan deigið og setjið í vel smurðan bökudiskinn og þrýstið vel uppí hliðarnar líka. Stingið það svo vel með gaffli og bakið í um 20 min á 180. Takið þá botninn út og lækkið hitann í 150 leyfið botninum svo alveg að kólna áður en fyllingin fer í.

Fylling

  • 1/4 bolli rjómi
  • 1/4 bolli sykur
  • 1 egg
  • safi úr einni sítrónu

pískið þetta vel saman og hellið yfir kalda botninn og bakið á 150 í um 40 min þar til fyllingin virkar vel stíf. Leyfið henni svo að kólna alveg niður og njótið svo

 

Kem með fleiri þægilegar hugmyndir að eftirrétt vonandi á morgun

Leave a comment