Loksins tími


Það er búið að vera nokkrum númerum of mikið að gera á mínu heimili en ég ætla að koma með tvær rosalega góðar og fljótlegar uppskriftir.

Ég elska að hafa eithvað extra gott í matinn á föstudögum en vil helst hafa það frekar fljótlegt og ekkert vesen ég skellti í rosalega góðan pastarétt síðasta föstudag og hann kláraðist á methraða. Svo ætla ég að deila með ykkur uppskrift af rosalega góðri súkkulaði köku sem er ekkert vesen hún er hrærð saman í forminu sem hún er bökuð í.

Hvítlauks pasta

  • 3-4 hreiður taglitalle pasta
  • 2-3 kjúklingabringur
  • 1 hvítlauksostur skorin smátt
  • 1 msk rjómaostur
  • 1 dl rjómi
  • 2 lúkur spínat
  • rifinn ostur mozarella eða bara venjulegur.

skerið kjúklingin í litla bita og steikið á pönnu kryddið með smá salt og pipar, sjóðið pastað þar til það er tilbúið og sigtið vatnið frá. Setjið rjóma, hvítlauksostinn, spínatið og rjómaostinn í pott og bræðið allt saman í sósu. Getið þynnt hana með meiri rjóma ef þið viljið, leggið kjúklinginn og pastað í eldfast mót og síðan sósunni hrærið þessu aðeins saman og stráið rifnum ost yfir. Bakið við 180-200 þar til osturinn er bráðin og brúnaður.

No fuss súkkulaðikaka

  • 1 1/2 bolli hveiti
  • 1 bolli sykur
  • 1/4 bolli bökunarkakó
  • 1 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk salt
  • 1 bolli kalt vatn
  • 1/3 bolli olía
  • 1 tsk edik
  • 1 tsk vanillu dropar eða extract bætið hálfri tsk við ef þið notið dropa

Ég notaðist við 20*20 form það er mjög fínt í þessa köku, byrjið á að setja öll þurrefni í mótið og blandið þeim saman bætið síðan restinni af hráefnunum við og hrærið saman í samfellt deig, skellið svo mótinu bara inní 180 gráðu heitan ofn í um 30-40 minutur getið notað prjón til að stinga í miðjuna til að athuga hvort hún sé ekki alveg til. Leyfið henni að kólna og setjið það sem ykkur lystir ofan á, hún er góð með ís eða bara flórsykri. Ég prófaði um daginn að bræða saman einu stk appelsínu súkkulaði um 100gr og 1dl rjómi og hellti yfir það kom líka rosalega vel út.

einfalt og gott njótið.

Leave a comment