Einfalt og gott

20161012_183145Stundum finnst mér rosalega gott að stíga til baka í einfaldleikann sérstaklega þegar stelpurnar mínar spurja hvort við getum haft eithvað gott í eftirétt. Og það var einmitt í kvöld að við vorum með kjötsúpu í matinn og ótrúlega einfalda köku í eftirétt. Þetta er alls ekki ósvipað sandköku og ótrúlega gott að nota skógarberja mix í hana og sem meðlæti og hafa líka einfalda vanillusósu með. Vona að þið getið nýtt ykkur þessa þegar ykkur vantar eithvað einfalt og gott.

Berjagott (upprunalegu uppskriftina er að finna á hembakat.)

  • 2 egg
  • 3 dl sykur
  • 3 dl hveiti
  • 100 gr smjör brætt

Þeytið sykur og egg þar til blandan er létt og ljós bætið síðan hveiti og smjöri rólega við setjið deigið í 23cm form sem er vel smurt og setjið um 1-2 dl af blönduðum skógarberjum ofan á og bakið kökuna á um 180-190 í um 40-50 min. Getið prófað að stinga prjón í miðja kökuna en ég vil hafa kökuna smá blauta fyrir miðju. Og hægt er að skipta út skógaberja mixinu fyrir hvaða ber sem er bara ein hugmynd af svo mörgum.

Vanillusósa

  • 2 bollar rjómi
  • 1/3 bolli sykur
  • 1-2 tsk af vanillu extract 3 ef þið eruð með dropa
  • 1/2 bolli smjör

setjið öll innihaldsefnin í pott og látið malla í um 10-15 mín þykknar aðeins upp með tímanum og meira ef hún er látin standa og kólna.

Berið kökuna fram með vanillusósu og berjum verði ykkur að góðu

Leave a comment