Sunnudagskakan

Ég rakst á þessa uppskrift á pinterest flakki  og verð að deila henni með ykkur. Hún er frekar saðsöm og mikil en alveg dásamlega góð.

Piparmyntu súkkulaði kaka

  • 2 bollar sykur
  • 1 3/4 bolli hveiti
  • 1 bolli kakó
  • 1 1/2 tsk matarsódi
  • 1 1/2 tsk lyftiduft
  • 1 tsk salt
  • 2 egg
  • 1 bolli mjólk
  • 1/2 olía ég nota olive olíu
  • 2 tsk vanillu extract eða dropar
  • 3/4 bolli sjóðandi heitt vatn.

Piparmyntu krem

  • 500 gr flórsykur
  • 1 bolli smjör
  • 1/3 bolli rjómi
  • 2 til 2 og hálf tsk piparmyntu dropar eða extract
  • 1 tsk vanillu dropar
  • smá grænn matarlitur
  • einn poki af súkkulaði spænir eða 80gr vel saxað súkkulaði

Byrjið á að blanda þurrefnum saman og svo eggjum einu í senn. Hrærið vel á milli, síðan mjólk olíu og dropum og að lokum bætið vatninu við í mjórri bunu rólega.

Hrærið smjör, rjóma, dropa og matarlit saman. Bætið flórsykri við ef ykkur finnst kremið of þykkt má bæta við msk af rjóma. Setjið um hálfan poka af súkkulaði spænir útí. Getið notað restina til að skreyta þegar kremið er komið á.

bakið kökuna á blæstri við 180 gr í tvem 20-22 cm formum í um 30-40 min,  leyfið henni að kólna vel niður áður en þið setjið kremið á. Fyrst aðeins á milli botna og svo þekið hana í kreminu gott að taka svo kallað crumb coat fyrst og svo kæla aðeins áður en þið klárið að setja kremið á hana.

 

 

Leave a comment