Ostakaka með karamellubúðing

Ég er ekki mikil ostaköku manneskja en ég elska karamellu og allt með karamellu heillar mig. Sá þessa uppskrift á krom.is en hún kemur upprunalega frá gottimatinn.is

Það er eithvað við þessa köku sem er svo dásamlega gott.

Oreo ostakaka

  • 24 stk oreo
  • 75 gr brætt smjör
  • 400 gr rjómaostur við stofuhita
  • 2 msk flórsykur
  • 2 tsk vanilludropar
  • 250 ml rjómi
  • 1 pakki karamellu búðingur
  • 2-3 msk karamellu sósa tilbúin eða heimagerð (uppskrift að góðri og einfaldri karamellu hér á síðunni undir uppskriftir)
  • 1-2 bananar (ma sleppa)

myljið kexið og bætið bráðnuðu smjöri við þjappið í botn á bökuformi. Skerið banana í sneiðar og leggið á botninn. Þeytið rjómaostinn sykurinn og vanillu vel saman, þeytið rjómann og blandið varlega við. Þeytið saman karamellu búðinginn og 250 ml mjólk og blandi því varlega við rjómablönduna. hellið þessu yfir kexbotninn og setjið smá karamellu sósu yfir og dragið aðeins til. Myndast smá marmara munstur. Kælið í að minnsta kosti 2klst. Kemur vel út að skreyta hana aðeins með rjóma og karamellu sósu áður en hún er borin fram.

Leave a comment