Haustlægðirnar


Í rokinu og rigningunni sem oft fylgir haustinu er oft langbest að kúra með góða bók og auðvitað er toppurinn að hafa gómsæta kökusneið og gott kaffi með.
Ég rakst á þessa uppskrift á netinu og varð ekki fyrir vonbrigðum, karamella og súkkulaði hvað getur maður beðið um meira. Ég breytti henni smávægilega og hvet ykkur eindregið til að prófa þessa því hún er dásamlega góð en ekki of þung.

Súkkulaði salt karamellu kaka

  • 1/2 bolli smjör
  • 2 bollar púðursykur
  • 3 egg
  • 2 bollar hveiti
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 tsk salt
  • 1/4 bolli bökunarkakó
  • 1 bolli jógúrt  helst grísk en hrein jógúrt ætti að sleppa líka.
  • 1 bolli heitt vatn
  • 2 tsk vanilludropar

Karamella á milli.

  • 100 gr púðursykur
  • 100gr smjör
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 dl rjómi

Karamellukrem á kökuna

  • 1/2 bolli smjör
  • 1 bolli púðursykur
  • 2 bollar flórsykur
  • 1 tsk vanillu dropar
  • 1/2 tsk salt
  • 3 msk rjómi

Súkkulaði ganache ofan á

  • 1/3 bolli rjómi
  • 115 gr súkkulaði dökkt

Hrærið púðursykur og smjör þar til blandan er vel þeytt saman bætið þá við einu eggi í senn hrærið aðeins á milli. Bætið þurrefnum rólega við en geymið smá hveiti 1-2 msk. Bætið síðan við jógurt og vatni og í lokin restina af hveitinu sem þið geymduð. hrærið blönduna vel saman og skiptið henni í 2 hringlaga form sem eru um 23-25 cm

bakist á 180 blástur í um 30-35 min eða þar til prjónn kemur hreinn úr miðjunni. (ef þið eruð ekki með blástursofn dugar undir og yfirhiti en passa þarf að neðri kakan þarf þá aðeins lengri tíma. Alltaf hægt að nota prjón eða hníf með mjóum odd og stinga í miðjuna ef hann kemur hreinn úr miðju er kakan tilbúinn.

Sjóðið saman innihaldsefnin fyrir karamelluna á milli og setjið til hliðar.

karamellu kremið er ansi einfalt og þarf bara nokkur skref setjið í pott smjör og púðursykur og hrærið vel saman þar til smjörið hefur bráðnað alveg niður. leyfið því að kólna örlítið og bætið þá flórsykrinum við, síðan vanilludropum rjóma og salti.

takið kökuna úr ofninum og leyfið henni að kólna örlítið setjið þá karamelluna á botninn þannig það dreifist til endana en ekki útaf kökunni. Leggið efri botninn á og leyfið henni að kólna alveg. A meðan kakan kólnar er gott að undirbúa ganache toppin, leggið súkkulaðið í skál og setjið rjómann í pott. Leyfið honum að ná smá búbbli en ekki miklu hellið honum yfir súkkulaðið og leyfið þessu að standa í um 5min. Hrærið síðan rjómann og súkkulaðið í slétta samfellda blöndu.

Gott er að setja fyrst þunnt lag af kremi á kökuna og kæla hana vel þá er auðveldara að ná sléttri áferð á hana. Klárið að húða hana alveg með karamellukreminu og setjið síðan súkkulaði ganache yfir hana látið aðeins leka til hliðana.

 

Endilega sendið mér comment eða póst ef það eru eithverjar spurningar.

Haust kveðjur Inga

Leave a comment